Þetta sagði hann í færslu á Twitter. Þar segir hann að þrátt fyrir að Rússar hafi yfir miklu meira stórskotaliði að ráða en Úkraínumenn þá muni Úkraínumenn „í auknum mæli ná yfirhöndinni“ þegar þróuð vestræn vopn berast til víglínunnar.
Hann segir að rússneski herinn glími við mikið mannfall og tap á búnaði og baráttuandi hermannanna sé lítill.
Hann segir að fréttir berist af mjög slæmum aðbúnaði rússneskra hermanna og mjög lélegri stjórnun yfirmanna hans.
Hann líkti stríðinu við bardaga þungavigtarhnefaleikamanna, enn hafi hvorugur náð að koma rothöggi á hinn: „Það mun koma þegar rússnesku hersveitirnar verða enn veikari.“
RU fires arty barrages, UA withdraws & repositions.
RU attempts a RIF with limited tanks/infantry, UA counterattacks.
UA ground forces move forward, RU again attacks with arty.
RU attempts to occupy cities but can't secure the ground…UA retakes urban ground.12/
— Mark Hertling (@MarkHertling) June 21, 2022