Á ellefta tímanum í gærkvöldi var ökumaður bifreiðar að aka yfir gangbraut í Kópavogi. Hann sá ekki tvo pilta, 15 og 16 ára, sem voru á rafmagnshlaupahjólum. Annar þeirra ók inn í hlið bifreiðarinnar en engin meiðsli hlutust af. Forráðamönnum piltanna var tilkynnt um málið.