fbpx
Þriðjudagur 17.desember 2024
Fréttir

Guðmundur Ingi: „Þá stjórnuðu þeir samtökunum með ofbeldi og einelti“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. júní 2022 18:50

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalfundur SÁÁ stendur nú yfir á Hilton Reykjavík Nordica þar sem meðal annars er á dagskrá að kjósa 16 nýja fulltrúa inn í stjórn félagsins en hana skipa alls 48 einstaklingar.

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, skrifar grein á Vísir.is í dag sem ber yfirskriftina „Ég get ekki stutt Þórarinn í stjórn SÁÁ!“ og á hann þar við Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi formann samtakanna og fyrrverandi yfirlækni á Vogi.

„Ég get aldrei stutt Þórarinn Tyrfingsson og Arnþór Jónsson fyrrverandi stjórnendur og þeirra lista þrátt fyrir velviljað fólk á þeirra lista. Það má aldrei gleymast að þeirra stjórn og Arnþór kipptu af allri meðferð fyrir fanga á sínum tíma á meðan einn til tveir úr okkar röðum voru að deyja á mánuði út af sínum veikindum. Þá stjórnuðu þeir samtökunum með ofbeldi og einelti og öll þeirra samskipti við t.d Afstöðu einkenndust af hroka og frekju. Þetta má aldrei gleymast og þess vegna fyrst og fremst kýs ég núverandi stjórn með hagsmuni fanga og annarra jaðarsettra hópa í huga og ég tala nú ekki um fyrir starfsfólk SÁÁ,“ skrifar Guðmundur Ingi.

Sem kunnugt er sóttist Þórarinn eftir embætti formanns SÁÁ að nýju á síðasta aðalfundi samtakanna en laut í lægra haldi fyrir Einari Hermannssyni. Einar sagði sig síðan frá embættinu í ársbyrjun eftir að upp komst að hann hafði keypt vændi af skjólstæðingi samtakanna og Anna Hildur Guðmundsdóttir tók þá við formennskunni.

Guðmundur Ingi tekur ennfremur fram að hann styðji Önnu Hildi sem formann og Þráinn Farestveit, varaformann, „… enda hafa þau stýrt þessu frábærlega á erfiðum tíma og unnið baráttuna málefnanlega og heiðarlega en ekki hjóla í manninn eins og þeirra andstæðingar hafa gert, þrátt fyrir að hafa haft ærna ástæðu til. Það er virðingarvert.“

Hér er grein Guðmundar í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Orri taldi 27 lundabúðir á Laugaveginum – Ríkið þurfi að innheimta meiri gjöld af ferðaþjónustunni

Orri taldi 27 lundabúðir á Laugaveginum – Ríkið þurfi að innheimta meiri gjöld af ferðaþjónustunni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Bashar al-Assad rýfur þögnina og segir Rússa hafa skipað honum að fara

Bashar al-Assad rýfur þögnina og segir Rússa hafa skipað honum að fara
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum
Sagt upp á jólunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sat saklaus í fangelsi í 24 ár og fékk tæpan um 570 milljónir í bætur fyrir ranga sakfellingu – Skaut mann til bana og er aftur á leið í steininn

Sat saklaus í fangelsi í 24 ár og fékk tæpan um 570 milljónir í bætur fyrir ranga sakfellingu – Skaut mann til bana og er aftur á leið í steininn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sláandi skýrsla sögð sýna fram á áratuga misnotkun munks á „velsku barnaníðingseyjunni“

Sláandi skýrsla sögð sýna fram á áratuga misnotkun munks á „velsku barnaníðingseyjunni“