fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
433Sport

Barca kennir La Liga um erfiðar viðræður við Man Utd

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. júní 2022 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barcelona heldur því fram að La Liga, spænska efsta deildin, sé að hafa áhrif á viðræður félagsins við Manchester United um miðjumanninn Frenkie de Jong. ESPN segir frá þessu.

Manchester United hefur mikinn áhuga á de Jong. Barcelona er opið fyrir því að selja til að ná sér í fjármuni.

Börsungar eru í fjárhagsvandræðum og þurfa því dágóða upphæð fyrir hollenska miðjumanninn.

Vegna reglna sem nú eru við lýði má Barcelona aðeins eyða um þriðjungi af því sem kemur inn til félagsins frá félagaskiptum, vegna erfiðrar stöðu félagsins.

Barcelona segir að þessar reglur hafi áhrif á viðræðurnar við Man Utd. Katalóníustórveldið vill vegna þeirra fá meira en 73 milljónir punda fyrir leikmanninn. Það er einmitt upphæðin sem Barcelona borgaði Ajax fyrir de Jong fyrir þremur árum.

Man Utd vill þó frekar borga á milli 50 og 60 milljónir punda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Newcastle vann Liverpool í úrslitaleiknum – Fyrsti stóri titillinn í 70 ár

Newcastle vann Liverpool í úrslitaleiknum – Fyrsti stóri titillinn í 70 ár
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hinrik seldur til Noregs – Kvaddur með fallegu myndbandi

Hinrik seldur til Noregs – Kvaddur með fallegu myndbandi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arteta mikill aðdáandi Chelsea – ,,Hann er stórkostlegur“

Arteta mikill aðdáandi Chelsea – ,,Hann er stórkostlegur“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Guardiola útskýrir af hverju hann missti sig í gær – ,,Hann var að verja sjálfan sig“

Guardiola útskýrir af hverju hann missti sig í gær – ,,Hann var að verja sjálfan sig“
433Sport
Í gær

Sjáðu rauða spjald Alli í endurkomunni

Sjáðu rauða spjald Alli í endurkomunni
433Sport
Í gær

,,Á næstu árum þá verður hann á toppnum, hann verður númer eitt“

,,Á næstu árum þá verður hann á toppnum, hann verður númer eitt“