fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Maðurinn sem gat ekki hætt að stela bensíni frá N1

Rafn Ágúst Ragnarsson
Þriðjudaginn 21. júní 2022 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur hefur fallið í máli manns í Héraðsdómi Suðurlands en maðurinn var staðinn að ítrekuðum bensínstuldi.

Í samtals 207 skipti stal hann allt í allt 19.255,30 lítrum af eldsneyti, að andvirði 3.625.941 króna. Þetta gerði hann á tíu mánaða skeiði árið 2020 á sjálfstafgreiðslustöðvum N1 í Þorlákshöfn, Sandgerði, Garði, Laugarvatni og Flúðum. Maðurinn gerði þetta í auðgunarskyni og notaði viðskiptakort fyrirtækisins til að láta skuldfæra þessar upphæðir á reikning þess.

Málið var tekið fyrir dóm fimmtudaginn 16. júní síðastliðinn. Brotaþolinn, Suðurverk efh, gerði kröfu um að ákærði yrði dæmdur til að greiða skaðabætur að fullu andvirði stolna eldsneytisins. Maðurinn viðurkenndi sekt sína, sagðist iðrast gjörða sinna og einnig að hann hefði náð samkomulagi við brotaþola um greiðslu skaðabótanna.

Þá var þess einnig krafist að ákærði greiði málskostnað brotaþola, 120.000 krónur.

Maðurinn var dæmdur í 90 daga skilorðsbundið fangelsi og fallist var á allar skaðabótakröfur brotaþola.

Dóminn má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur