fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Útilokar ekki dauðadóm yfir bandarískum hermönnum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. júní 2022 07:00

Dmitry Peskov. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjamennirnir Alexander Drueke og Andy Huynh eru í haldi Rússa en þeir börðust með Úkraínumönnum gegn Rússum í stríðinu í Úkraínu. Ekki er útilokað að þeir verði dæmdir til dauða fyrir þátttöku sína í stríðinu.

Þetta sagði Dmitrij Peskov, talsmaður Vladímír Pútíns forseta, í samtali við bandarísku NBC sjónvarpsstöðina í gærkvöldi. „Rússland getur ekki ábyrgst að bandarískir hermenn, teknir til fanga af Rússum í Úkraínu, sleppi við dauðarefsingu,“ sagði hann.

Þetta er í fyrsta sinn sem rússnesk yfirvöld tjá sig um mál Drueke og Huynh.

NBC segir að þeir hafi áður verið liðsmenn bandaríska hersins en hafi haldið til Úkraínu til að berjast með úkraínska hernum.

Þegar Peskov var spurður hvort Drueke og Huynh muni fá sama dóm og tveir Bretar og einn Marokkómaður, sem voru nýlega dæmdir til dauða í Donetsk, sagðist hann ekki geta sagt til um það. Niðurstaðan velti á rannsókn málsins.

Bretarnir og Marokkómaðurinn voru fundnir sekir um að vera málaliðar sem börðust gegn yfirvöldum í Donetsk sem hefur lýst yfir sjálfstæði frá Úkraínu.

Bandarísk stjórnvöld staðfestu á laugardaginn að þau hefuð séð ljósmyndir og upptökur af tveimur bandarískum ríkisborgurum sem „voru að sögn handteknir af rússneska hernum í Úkraínu“. Segjast stjórnvöld fylgjast vel með málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur