fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
433Sport

Ekki sár yfir því að missa besta manninn til Tottenham

433
Mánudaginn 20. júní 2022 22:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Graham Potter, stjóri Brighton, hefur tjáð sig um félagaskipti Yves Bissouma til Tottenham sem voru staðfest í vikunni.

Bissouma gekk í raðir Tottenham á 25 milljónir punda en hann var einn allra mikilvægasti leikmaður Brighton á miðjunni.

Potter er ekki sár yfir því að missa Bissouma og segir að skiptin henti bæði Brighton og leikmanninum sjálfur.

Það var alltaf draumur Bissouma að spila í Meistaradeildinni og fær hann það tækifæri með Tottenham á næstu leiktíð.

,,Þessi félagaskipti eru góð fyrir félagið og fyrir leikmanninn. Yves hefur sýnt gæði með okkur og sannað það að hann er mikilvægur leikmaður,“ sagði Potter.

,,Nú bíður hans ný áskorun hjá Tottenham og tækifæri á að spila í Meistaradeildinni og allir hjá félaginu óska honum velfarnaðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Newcastle vann Liverpool í úrslitaleiknum – Fyrsti stóri titillinn í 70 ár

Newcastle vann Liverpool í úrslitaleiknum – Fyrsti stóri titillinn í 70 ár
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hinrik seldur til Noregs – Kvaddur með fallegu myndbandi

Hinrik seldur til Noregs – Kvaddur með fallegu myndbandi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arteta mikill aðdáandi Chelsea – ,,Hann er stórkostlegur“

Arteta mikill aðdáandi Chelsea – ,,Hann er stórkostlegur“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Guardiola útskýrir af hverju hann missti sig í gær – ,,Hann var að verja sjálfan sig“

Guardiola útskýrir af hverju hann missti sig í gær – ,,Hann var að verja sjálfan sig“
433Sport
Í gær

Sjáðu rauða spjald Alli í endurkomunni

Sjáðu rauða spjald Alli í endurkomunni
433Sport
Í gær

,,Á næstu árum þá verður hann á toppnum, hann verður númer eitt“

,,Á næstu árum þá verður hann á toppnum, hann verður númer eitt“