Næstkomandi miðvikudag verður aðalmeðferð við Héraðsdóm Reykjavíkur í máli manns sem ákærur er fyrir nauðgun. Um lokað þinghald er að ræða. Atvikið átti sér stað í febrúar árið 2019. Í umræðu um kynferðisbrot hefur oft verið gagnrýnt hvað framgangur þeirra mála í réttarkerfinu er oft hægur en í þessu tilviku er um tæplega þrjú og hálft ár frá atvikinu.
DV hefur ákæruna í málinu undir höndum en maðurinn er sakaður um að hafa aðfaranótt þriðjudagsins 5. febrúar 2019 á þáverandi heimili sínu haft samræði við konu án hennar samþykkis og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga. Fékk hún sogbletti á kinn og hálsi og bitfar á vinstra læri eftir árás mannsins.
Í ákæru er þess krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.
Konan krefst auk þess miskabóta að fjárhæð fjórar milljónir króna.