fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Hjónin á Bakkavör halda áfram að loka inni ketti – „Ætluðu ekki að sleppa kettinum nema við værum í fylgd lögreglu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 20. júní 2022 10:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjón sem búa við Bakkavör á Seltjarnarnesi hafa amast mjög við heimilisköttum og gripið til aðgerða gegn þeim til að vernda fuglalíf. Eru þau í a.m.k. einu tilviki grunuð um að hafa flutt kött úr úr hverfinu og skilið eftir á víðavangi í Norðlingaholti en einnig hafa þau lokað ketti inni í bílskúr sínum, svo sannað þyki. Ekkert lát virðist á þessum aðgerðum miðað við nýjustu fréttir.

DV ræddi við konuna sem hér á í hlut í síðustu viku. Þar vísaði konan í samþykkt bæjarfélagsins um kattahald, nánar tiltekið eftirfarandi grein:

„Eigendum og umráðamönnum katta ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma. Einnig er þeim skylt að gæta þess að kettir valdi ekki tjóni, hættu, óþægindum, óþrifum eða raski ró manna.

Tilkynna skal til skrifstofu Seltjarnarnesbæjar um brottflutning eða dauða kattar.“

Er blaðamaður benti á að ekkert í þessari grein heimilaði fólki að fjarlægja eða loka inni ketti bað hún blaðamann um að eiga góðan dag og sagðist ekki vilja tjá sig frekar um málið.

Eigandi kattarins sem var fluttur upp í Norðlingaholt greinir núna frá því að hjónin hafi aftur haft afskipt af kettinum. Hún skrifar í íbúahóp Seltjarnarness á Facebook:

„Stóra kattarmálið heldur því miður áfram.

Thalía var læst inni á Bakkavör 30 frá föstudegi um kl. 22 til laugardagsmorguns þegar við sóttum hana þangað, sbr. upplýsingar á staðsetningartæki kattarins. Húsráðendur ætluðu ekki að sleppa kettinum nema við værum í fylgd lögreglu. Ákváðu þó að gefa eftir í þetta skipti.

Við heimkomu er hún dekruð af fjölskyldumeðlimum og staðalbúnaðurinn settur í hleðslu. Því miður komst hún út án staðalbúnaðarins og hefur hún ekki komið heim í meira en sólarhring.“

Ekki liggur fyrir hvers vegna kötturinn er horfinn enn á ný en óneitanlega vaknar grunur um hverjir gætu valdið því. Ekki náðist samband við kattareigandann við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“