Leeds United hefur áhuga á að krækja í Adama Traore frá Wolves. Football Insider segir frá.
Traore lék á láni hjá Barcelona seinni hluta síðustu leiktíðar. Börsungar höfðu tækifæri til að semja endanlega við leikmanninn í sumar en höfnuðu því.
Victor Orta, sem sem starfar sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Leeds, fékk Traore til liðs við sig árið 2016. Þá starfaði hann hjá Middlesbrough. Vonast hann til að geta notað samband sitt við Spánverjann til að sækja hann í sumar.
Wolves er sagt tilbúið að selja Traore í sumar. Vill félagið fá 18 milljónir punda fyrir hann.
Leeds rétt bjargaði sér frá falli í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.