fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Pressan

Þjóðverjar þurfa að kynda kolaorkuver vegna gasskorts

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. júní 2022 19:00

Kolanáma og kolaorkuver í Welzow-Süd í Þýskalandi. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðverjar verða að draga úr gasnotkun sinni og auka notkun kola til að hægt sé að fylla gastankana fyrir næsta vetur. Þetta sagði Robert Habeck, efnahagsráðherra, í yfirlýsingu í gær. Hann sagði stöðuna vera alvarlega þar sem verið sé að draga úr notkun á rússnesku gasi.

Hann sagði að stjórnvöld væru nú að styrkja viðbúnað sinn og grípi nú til fleiri aðgerða til að draga úr gasnotkun. Það þýði að draga verði enn frekar úr gasnotkun og safna gasi fyrir næsta vetur, að öðrum kosti geti staðan orðið mjög erfið þá.

Þjóðverjar eru mjög háðir rússnesku gasi og á það bæði við um heimilin og fyrirtækin í landinu. Þeim hefur þó tekist að draga úr kaupum á rússnesku gasi frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í lok febrúar. Nú er hlutfall rússnesks gass komið niður í 35% af heildarinnflutningi gass en var áður 55%. CNN skýrir frá þessu.

Habeck sagði að öruggt væri að landið fái gas þótt staðan á markaði versni. Hækkandi gasverð sé aðferð Pútíns til að reyna að koma Þjóðverjum úr jafnvægi, hækka verðið enn frekar og kljúfa þjóðina. „Við munum ekki láta það gerast. Við munum berjast gegn þessu af festu, nákvæmni og íhygli,“ sagði hann.

Þjóðverjar hafa haft í hyggju að draga úr kolanotkun sinni en Habeck sagði að nú sé nauðsynlegt að kynda kolaknúin raforkuver um hríð til að hægt sé að draga úr gasnotkun til rafmagnsframleiðslu. Þetta sé bitur ákvörðun en eiginlega nauðsynleg til að draga úr gasnotkun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessar tilfinningar stytta lífið

Þessar tilfinningar stytta lífið
Pressan
Í gær

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega
Pressan
Í gær

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flug JL 123 birtist skyndilega á ratsjám 35 árum eftir að vélin fórst

Flug JL 123 birtist skyndilega á ratsjám 35 árum eftir að vélin fórst
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump biður hæstarétt að setja ný TikTok-lög í frost

Trump biður hæstarétt að setja ný TikTok-lög í frost
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drepinn af hákarli við stærsta kóralrif heims

Drepinn af hákarli við stærsta kóralrif heims
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru þær dýrategundir sem verða flestu fólki að bana árlega

Þetta eru þær dýrategundir sem verða flestu fólki að bana árlega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að svona sé hægt að hraða efnaskiptunum og léttast hraðar

Læknir segir að svona sé hægt að hraða efnaskiptunum og léttast hraðar