Hann segir að innrás Rússa í Úkraínu sýni að meginmarkmið breska hersins sé að vernda Bretland og vera undir það búinn að berjast og vinna orustur á landi. Sky News skýrir frá þessu.
„Nú er mjög brýnt að móta her sem getur barist við hlið bandamanna okkar og sigrað Rússa í orustu. Við erum kynslóðin sem verður að undirbúa herinn undir að berjast í Evrópu enn einu sinni,“ sagði hann og bætti því við að frá 1941 sé hann fyrsti hershöfðinginn sem tekur við embætti æðsta yfirmanns hans á tíma þar sem stríð geisi í Evrópu.