Hann var handtekinn í kjölfarið og afplánaði tíu ára fangelsisdóm fyrir það sem mannréttindasamtök segja vera refsingu fyrir að gagnrýna rússneska ráðamenn.
Hann er nú í útlegð í Lundúnum og er einn þekktasti og mest áberandi landflótta andstæðingur Pútíns. Hann hefur margoft gagnrýnt innrásina í Úkraínu harkalega og í nýju viðtali við Financial Times varar hann Vesturlönd við næsta leik Pútíns.
Hann gagnrýnir Vesturlönd í viðtalinu og segir að þau átti sig ekki á hvað sé undir í stríðinu í Úkraínu og að það geti haft alvarlegar afleiðingar: „Ef við getum ekki sigrast á þessari pest í Úkraínu mun hún breiðast út til fleiri svæða. Ef Pútín sigrar í stríðinu í Úkraínu mun hann hefja stríð gegn NATÓ vegna vandræða heima fyrir.“
Hann sagðist ekki í neinum vafa um að stríð á milli Rússlands og NATÓ muni enda með algjörum ósigri Rússa. „Ef ekki væri fyrir öll fórnarlömbin þá myndi ég hafa sagt að ég væri mjög sáttur. Pútín hefur lagt upp í vegferð sem mun verða honum að bana. En sigurinn í Úkraínu veltur á Vesturlöndum,“ sagði hann einnig.