fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Dularfull saga ,,látna“ sölumannsins – Maðurinn sem þurfti tvær jarðarfarir

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 19. júní 2022 22:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lawrence ,,LarryBader var þrítugur, kvæntur, fjögurra barna faðir sem starfaði við sölu á eldhústækjum í Ohio í Bandaríkjunum á sjötta áratug síðustu aldar. Eiginkona og börn elskuðu Larry og yfirmenn hans í eldhústækjasölunni voru hæstánægðir með starfskrafta unga mannsins. Hann var rólegur fjölskyldumaður sem einna helst hafði ánægju af að stunda bogfimi í frístundum.

Líf hans var reyndar eins venjulegt hugsast gat fyrir og ekkert sem benti til þess að Larry Bader yrði minnst fyrir eitt eða neitt í sögunni. Eða allt þar til 15. maí 1957.

Dánartilkynning Larry Bader.

Sölumaður deyr

Það sem enginn vissi, og þá allra síst fjölskylda hans, var að Larry lifði langt um efni fram og hafði komist sér í þvílíkar skuldir að hann sé ekki fram úr þeim. Þennan maídag tilkynnti Larry konu sinni, Mary Lou, að hann hyggðist skreppa í stutta veiðiferð. Hann leigði mótorbát við Rocky ána en starfsmaður bátaleigunnar varaði hann þó við að leggja út á ána þar sem von væri á óveðri. Larry lét það sem vind um eyru þjóta og lagði af stað frá landi um klukkan hálf fimm um eftirmiðdaginn. Og hvarf.

Þremur klukkustundum síðar skall á mikill stormur og daginn eftir fannst báturinn strandaður upp við kletta en hvorki tangur né tetur var að finna af Larry Bader. Strandgæslan kvaðst útilokað að nokkur hefði lifað af slíkan storm og var Mary Lou og börnunum tilkynnt sú harmafregn að ástríkur eiginmaður og faðir hefði farist af slysförum.

Árið 1960 var Larry Bader úrskurðaður látinn.

Fritz

Fjórum dögum eftir slysið gekk ungur og sjarmerandi maður, klæddur samkvæmt nýjustu tísku, inn á bar í Omaha í Nebraska og kynnti sig sem John ,,Fritz” Johnson og væri hann nýfluttur til borgarinnar. Fritz Johnson var fljótur að koma sér fyrir, var orðheppinn, klár og í alla staði stórskemmtilegur. Fritz fékk fljótlega sinn eigin þátt í útvarpi og þaðan lá leið hans í sjónvarp þar sem hann hafði umsjón með íþróttafréttum. Fritz varð einn þekktasti íbúi Omaha borgar, dáður og vinsæll fyrir hnyttni sína og skemmtilegheit. Allar veislur voru skemmtilegri ef Fritz Johnson var meðal gesta.

Fritz var afburðamaður í bogfimi og hafði margar skemmtilegar veiðisögur að segja. Hann var reyndar það góður að hann varði fylkismeistari í bogfimi. Hann sagðist hafa alist upp á munaðarleysingjahæli í Boston og stundað leynileg störf fyrir herinn í 13 ár. Hann safnaði fágætum hitabeltisránfiskum og var með lepp fyrir öðru auga eftir uppskurð við heilaæxli. Fritz var einfaldlega heillandi týpa.

Árið 1961 kvæntist Fritz tvítugri fyrirsætu að nafni Nancy Zimmer og tveimur árum síðar eignuðust þau barn.

Larry gengur aftur 

Árið 1964 fékk eigandi stórrar íþróttavöruverslunar Fritz til að koma á stóra vörusýningu til að sýna notkun á bogum verslunarinnar. Einn af gestum sýningarinnar var frá Akron og gat sá ekki trúað eigin augum þegar hann sá engan annan en hinn ,,látna” Larry Bader. Hafði maðurinn samband við bræður Larry og bað þá um að koma hið snarasta. Þeir gerðu það og tilkynntu að þótt það gæti hreinlega ekki staðið þá væri það augljóslega bróðir þeirra sem þarna stæði.

Málið rataði inn á borði Alríkislögreglunnar sem tók fingraför af Fritz Johnson sem borin voru saman við fingraför Larry Bader frá árum hans í herþjónustu.

Það var enginn vafi á því lengur að um sama mann var að ræða.

Fritz vildi ekkert við það kannast að heita Larry Bader og sagði líklegt um að kenna minnisleysi af völdum heilaæxlisins.

En það vöknuðu fjöldi spurninga. Átti Mary Lou að endurgreiða líftryggingaféð sem hún hafði fengið þegar að maður hennar var úrskurðaður látinn? Var Larry/Fritz tvíkvænismaður eða mátti halda því fram að seinna hjónaband væri löglegt? Var um raunverulegt minnisleysi að ræða eða hafði Bader skilið viljandi við fyrra líf?

Tvær jarðarfarir

Orðspor Fritz Johnson í Nebraska hrundi. Honum var sagt upp starfinu í sjónvarpi, Nancy skildi við hann og hann neyddist til að taka að sér barþjónastarf til að greiða fyrir uppihald beggja eiginkvenna og allra barna sinna.

Larry/Fritz og Mary Lou hittust ári síðar og áréttaði hann að hann myndi ekkert eftir Mary Lou, hvað þá hjónabandi þeirra og börnum.

Árið 1966 fékk Larry/Fritz krabbamein í lifur og lést nokkrum vikum síðar, 39 ára að aldri.

Hann hélt því fram til dauðadags að kannast ekkert við líf sitt sem Larry Bader og svo fór að halda þurfti tvær jarðarfarir. Aðra fyrir Mary Lou og hennar börn sem jörðuðu Larry Bader og hina fyrir Nancy og hennar barn sem jörðuðu Fritz Johnson.

Það verður alltaf ráðgáta hvort raftækjasölumaðurinn Larry Bader hafi einfaldlega viljað flýja skuldir og hefja nýtt líf eða hvort hann hafi í raun þjáðst af einhverjum óútskýrðum sjúkdómi sem olli minnisleysinu. Það er enn í dag rökrætt manna á milli á spjallrásum internetsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum

Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024