fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
433Sport

Alltaf brosandi en dauðhræddur við Keane – ,,Þú varst að vinna HM, hvað gerðist?“

433
Sunnudaginn 19. júní 2022 21:05

Kleberson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eric Djemba-Djemba, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur tjáð sig um erfitt samband miðjumannsins Kleberson og fyrirliða liðsins á sínum tíma, Roy Keane.

Keane og Kleberson náðu ekki vel saman í Manchester en ferill Kleberson hjá félaginu var stuttur og spilaði hann þar frá 2003 til 2005.

Kleberson var mjög eftirsóttur leikmaður er hann samdi við Man Utd en hann spilaði 32 landsleiki fyrir Brasilíu á sínum ferli og vann til að mynda heimsmeistaramótið.

Keane var alls ekkert lamb að leika sér við og hikaði ekki við að bauna beint á Brasilíumanninn sem var öðru vanur og brást ekki vel við andlega.

Djemba-Djemba hefur tjáð sig um samband leikmannna tveggja og talar um atvik eftir leik í Meistaradeildinni þar sem Kleberson var miður sín eftir persónulega ‘árás’ frá Keane.

,,Roy hraunaði yfir Kleberson. Kleberson leit út fyrir að vilja ekki spila leikinn miðað við líkamstjáningununa og vildi spila rólegri bolta,“ sagði Djemba-Djemba.

,,Ég man eftir einum leik á Old Trafford þar sem við mættum inn í búningsklefa og Keane öskraði á hann: ‘Þú þarft að vakna! Þú þarft að gefa allt í þetta og þarft að tækla boltann. Af hverju viltu ekki spila? Þú varst að vinna HM, hvað gerðist? Þú þarft að spila betur!’

,,Þetta gerði Kleberson hræddan. Hann var alltaf brosandi og var líka brosandi þegar Keane lét hann heyra það sem gerði Keane enn reiðari.

Kleberson spilaði á endanum aðeins 20 deildarleiki fyrir Man Utd og skoraði í þeim tvö mörk. Hann var síðar á mála hjá Besiktas, Flamengo, Bahia og fleiri liðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Mæta ekki til leiks ef þetta gerist aftur

Mæta ekki til leiks ef þetta gerist aftur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Staðfesta nýja seríu af sjónvarpsþættinum vinsæla – Konurnar líklega í aðalhlutverki

Staðfesta nýja seríu af sjónvarpsþættinum vinsæla – Konurnar líklega í aðalhlutverki
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Reiður út í stjörnuna eftir endurkomuna – ,,Hann þarf að bæta sig verulega“

Reiður út í stjörnuna eftir endurkomuna – ,,Hann þarf að bæta sig verulega“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segir frá því hvernig bræðurnir geðþekku í Mosfellsbæ láta hvorn annan heyra það á æfingum

Segir frá því hvernig bræðurnir geðþekku í Mosfellsbæ láta hvorn annan heyra það á æfingum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mikil stemning á Ölveri fyrir úrslitaleikinn – Hvetur alla stuðningsmenn til að mæta

Mikil stemning á Ölveri fyrir úrslitaleikinn – Hvetur alla stuðningsmenn til að mæta
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segir val Arnars gefa sterkar vísbendingar um að þessi stóra breyting sé í vændum – Einn ókostur sem þarf að hafa í huga

Segir val Arnars gefa sterkar vísbendingar um að þessi stóra breyting sé í vændum – Einn ókostur sem þarf að hafa í huga