fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

MYNDBÖND: Þriggja og hálfs sólahrings leit lokið – Loks tókst að lokka Balto

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 19. júní 2022 14:09

Eygló Anna í Hundasveitinni lá grafkyrr við að lokka Balto.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppfært klukkan PffHundurinn Balto sem hvarf á fimmtudagskvöldið í Hafnarfirði er fundinn. Sandra Ósk Jóhannsdóttir, meðlimur Hundasveitarinnar, sem er í helgarviðtali DV, segir að hinn 14 mánaða Husky hundur hafi fundist nú um eittleytið eftir hádegi í dag. Leitað hafði verið að Balto í þrjá og hálfan sólahring.

Sandra Ósk segir að eftir ábendingu í gær um að Balti hefði sést í Heiðmörk hefði leitin verið færð þangað um klukkan sex þar sem leitarfólk sá hann. ,,Sett var upp matarstöð og dróni á loft og voru sjálfboðaliðar búnir að stilla sér upp kringum radíusinn sem hann hélt sig á. Hundasveitin náði að vinna upp traust og nálgast Balto með matargjöfum en ekki vildi hann láta ná sér þó hann væri að borða úr lófunum hennar Eyglóar í Hundasveitinni.“

Sandra Ósk Jóhannsdóttir

Fyrri eigandi Balto ók frá Egilsstöðum með hraði. ,,Hann hoppaði i fangið hennar! Það hefur skipt sköpum að færa hann úr flóttaviðbragðinu sem við náðum að gera i nótt með miklum tíma og þolinmæði,“ segir Sandra Ósk. Hún og aðrir leitamenn þakka kærlega fyrir veitta aðstoð og allar ábendingar sem hafa borist. ,,Án þeirra hefðum við ekki getað þetta.“

Tristan litli týndis frá Mýrarholti í gær.

Sandra Ósk segist hafa haldið heim um klukkan fimm í nótt eftir langa og stranga leit. ,,Með adrenalínið í botni og gjörsamlega búin á því,“ bætir hún við.

Aftur á móti eru ekki langar stundirnar milli stríða hjá Hundasveitinni því Sandra og félagar fara aftur á stúfana nú um klukkan tvö. Nú er leitað að chihuahua hundinum Tristan sem hefur verið týndur frá því í gær.

Uppfært 14:30. Nágrannakona fann Tristan skjálfandi og hungraðan. Hann hafði lokast inn í útiskála hjá henni en hefur nú verið komið til eigenda sinna. 

Hér má sjá myndbönd sem tekin voru við að lokka Balto.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“