fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Handtekinn ölvaður á vespu með 5 ára farþega

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 19. júní 2022 08:30

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá kl.17.00 í gær til 05.00 voru 115 mál skráð í dagbók lögreglu og alls voru fjórir einstaklingar vistaðir í fangageymslum. Þá var nokkuð um tilkynningar vegna hávaða enda víða verið að fagna námsáföngum. Alls voru þrjár tilkynningar um minniháttar líkamsárásir í miðborginni.

Um kvöldmatarleytið var reiðhjólaslys í miðbænum þegar maður datt af reiðhjóli og slasaðist á mjöðm og víðar. Hann var ekki með hjálm og kvartaði undan miklum höfuðkvölum og sjóntruflunum. Var hann fluttur á bráðadeild til aðhlynningar.

Um kl.21 voru afskipti höfð af 55 ára gömlum ökumanni vespu í miðbænum sem hafði ekið um með 5 ára barn sem farþega. Móðir barnsins hafði ekki gefið leyfi fyrir þessu og var barnið ekki með neinn öryggisbúnað.  Ökumaðurinn var handtekinn grunaður um ölvun við akstur og var hann laus að lokinni sýnatöku.

Rétt fyrir miðnætti var maður  í annarlegu ástandi handtekinn á stigagangi íbúðarhúsnæðis, hverfi 108.  Maðurinn var á nærbuxum og sokkum einum klæða.  Maðurinn er talinn hafa brotið rúðu og mögulega skemmt barnareiðhjól ofl.  Maðurinn var vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu.

Þá er lögreglan farin að taka hart á notkun nagladekkja og voru nokkur slík tilvik skráð í dagbók lögreglu. Einn aðili var stöðvaður á aðeins þremur nagladekkjum í Hafnarfirði.

Þá voru því miður fjölmörg tilvik þar sem ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða annarra fíkniefna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“