fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
433Sport

Brjálaður eftir að stjarna liðsins byrjaði á YouTube – ,,Viljum fagmannleg vinnubrögð“

433
Sunnudaginn 19. júní 2022 12:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Scott Duxbury, stjórnarformaður Watford, hefur tjáð sig um hjólandi markmanninn Ben Foster sem er vinsæll á vefsíðunni YouTube.

Foster hefur lengi gert það gott sem markvörður í efsta klassa en hann tók upp á því fyrir einhverjum árum að byrja YouTube rás.

Þar má sjá ýmislegt á bakvið tjöldin í lífi Foster sem er á mála hjá Watford og er aðalmarkvörður liðsins.

Duxbury og stjórn Watford eru hins vegar engir aðdáendur af þessari YouTube rás og var Foster beðinn um að hætta að birta myndbönd í vetur og lofaði því.

Foster stóð hins vegar ekki við þau orð og hefur Duxbury nú tjáð sig um það sem átti sér stað.

,,Það er ýmislegt sem gengur á yfir tímabil og sumt af því er viðkvæmt pólitískt efni sem við getum ekki rætt við stuðningsmenn eins og við myndum vilja,“ sagði Duxbury.

,,Hins vegar, núna þegar tímabilið er búið þá get ég sagt það að sum myndböndin voru mjög svekkjandi.“

,,Yfirmaður knattspyrnumála okkar, Cristiano Giaretta, hitti Ben og bað hann um að stoppa. Hann lofaði að gera það en gerði það ekki, hann var sektaður.“

,,Við viljum fagmannleg vinnubrögð hjá Watford og þessi myndbönd sinna því ekki. Ég vildi segja á þessum tíma að þessi myndbönd væru vitleysa og að við værum búnir að refsa aðilanum fyrir þau en gat ekki gert það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Mæta ekki til leiks ef þetta gerist aftur

Mæta ekki til leiks ef þetta gerist aftur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Staðfesta nýja seríu af sjónvarpsþættinum vinsæla – Konurnar líklega í aðalhlutverki

Staðfesta nýja seríu af sjónvarpsþættinum vinsæla – Konurnar líklega í aðalhlutverki
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Reiður út í stjörnuna eftir endurkomuna – ,,Hann þarf að bæta sig verulega“

Reiður út í stjörnuna eftir endurkomuna – ,,Hann þarf að bæta sig verulega“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segir frá því hvernig bræðurnir geðþekku í Mosfellsbæ láta hvorn annan heyra það á æfingum

Segir frá því hvernig bræðurnir geðþekku í Mosfellsbæ láta hvorn annan heyra það á æfingum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mikil stemning á Ölveri fyrir úrslitaleikinn – Hvetur alla stuðningsmenn til að mæta

Mikil stemning á Ölveri fyrir úrslitaleikinn – Hvetur alla stuðningsmenn til að mæta
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segir val Arnars gefa sterkar vísbendingar um að þessi stóra breyting sé í vændum – Einn ókostur sem þarf að hafa í huga

Segir val Arnars gefa sterkar vísbendingar um að þessi stóra breyting sé í vændum – Einn ókostur sem þarf að hafa í huga