Gerard Pique, leikmaður Barcelona, er að þjást þessa dagana eftir að hafa skilið við söngkonuna stórglæsilegu Shakira.
Pique og Shakira greindu frá skilnaðinum í síðasta mánuði en þau höfðu verið saman í heil 11 ár og eiga börn saman.
Forseti Barcelona, Joan Laporta, segir að Pique sé ekki á góðum stað í dag en vonar að fólk taki ekki mark á öllum þeim sögusögnum sem eru á kreiki.
Talað er um að Pique hafi haldið framhjá Shakira en hvorugt þeirra hafa tjáð sig um málið ítarlega að svo stöddu.
,,Pique er að þjást. Fólk horfir á leikmenn sem fræga einstaklinga með peninga og allt sem því fylgir en við erum manneskjur og Pique er frábær manneskja,“ sagði Laporta.
,,Hann er einn af fyrirliðum liðsins, hann er heppinn og hefur gefið okkur mikið. Hann er að ganga í gegnum erfiða stöðu þar sem börnin hans eru mjög ung. Hann á skilið ást frá stuðningsmönnunum.“
,,Ekki taka mark á fréttunum sem segja hann slæman mann sem er tilfinningalaus og að allt renni úr hans greipum. Ég er heppinn að þekkja hann og þetta er mögnuð manneskja sem er að þjást.“