Emerson Palmieri, leikmaður Chelsea, er búinn að taka ákvörðun um að fara frá félaginu í sumar samkvæmt Corriere dello Sport á Ítalíu.
Það eru fréttir sem koma kannski á óvart miðað við ummælin sem Emerson lét falla í síðasta mánuði.
Þar sagðist Emerson var ánægður með að vera kominn aftur til Chelsea og að hann væri tilbúinn að þjóna liðinu á þann hátt sem beðið væri um.
Ítalski miðillinn segir að Emerson vilji komast til Lazio þar sem Maurizio Sarri, fyrrum stjóri Chelsea, er við stjórnvölin.
Vinstri bakvörðurinn spilaði með Lyon í láni á síðustu leiktíð og spilaði þar 36 leiki og var hluti af ítalska landsliðinu.
Möguleiki er á að Emerson viti það nú að hann verði ekki byrjunarliðsmaður á næstu leiktíð og sé því reiðubúinn að leita annað.