Manchester United er enn að bíða eftir svari frá miðjumanninum Christian Eriksen sem leitar nú að nýju félagi.
Eriksen er að öllum líkindum á förum frá Brentford í sumar og eru stórlið á Englandi að horfa til danska landsliðsmannsins.
Eriksen er aðeins þrítugur að aldri og hefur átt farsælan feril en hann var áður hjá Tottenham og Inter Milan.
Man Utd hefur gert leikmanninum tilboð en hefur ekkert heyrt frá Eriksen eða hans umboðsmönnum til þessa.
Blaðamaðurinn Sam Pilger greinir frá þessu en hann er með virtar heimildir og starfar á meðal annars fyrir the Athletic.
Man Utd er talið vera búið að bjóða Eriksen fínasta samning en hann er enn að skoða í kringum sig og veit ekki hvert verður haldið næst.