Robert Lewandowski, leikmaður Bayern Munchen, er ‘hræddur’ við að fara í ensku úrvalsdeildian samkvæmt frétt Standard á Englandi í dag.
Lewandowski er að leitast eftir því að komast burt frá Bayern Munchen og er Barcelona hvað mest nefnt til sögunnar.
Chelsea hefur einnig verið nefnt á nafn þónokkrum sinnum og gæti verið að reyna að fá þennan 33 ára gamla leikmann í sínar raðir.
Samkvæmt Standard þá er Lewandowski hins vegar ekki hrifinn af Englandi og óttast það að hann geti ekki gert sömu hluti í þeirri deild og hann hefur gert í Þýskalandi.
Lewandowski hefur lengi verið einn allra besti sóknarmaður heims og raðað inn mörkum fyrir besta lið Þýskalands.
Það hefur alltaf verið vilji Lewandowski að fara til Barcelona en fjárhagsstaða spænska liðsins gæti komið í veg fyrir þessi skipti.
Lewandowski hefur aðeins spilað í Þýskalandi og Póllandi á sínum ferli en hann var hjá Dortmund áður en hann færði sig til Bayrn.