Það er líklegast að Youri Tielemans skrifi undir eins árs framlengingu við Leicester eftir að hafa verið orðaður mikið við Arsenal í sumar.
Frá þessu greinir blaðamaðurinn Rob Dorsett hjá Sky Sports en Tielemans hefur verið mikið í blöðunum undanfarnar vikur.
Samkvæmt Dorsett hefur áhugi Arsenal á Tielemans minnkað en liðið er að fá Fabio Vieira frá Porto fyrir um 30 milljónir punda.
Nú er líklegra að Tielemans verði áfram hjá Leicester á næstu leiktíð þó að önnur félög hafi einnig verið að skoða þann möguleika að semja við Belgann.
Samband Tielemans við stjórn Leicester er nokkuð gott og er líklegt að hann færi sig ekki um set fyrr en næsta sumar.