fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025
433Sport

Spenntur en segir andrúmsloftið í Manchester öðruvísi í dag

433
Laugardaginn 18. júní 2022 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrúmsloftið hjá Manchester United er annað í dag en það fyrir lok síðasta tímabils samkvæmt varnarmanninum Raphael Varane.

Varane gekk í raðir Man Utd fyrir síðustu leiktíð en upplifði ekki frábært fyrsta tímabil á Englandi undir stjórn bæði Ole Gunnar Solskjær og síðar Ralf Rangnick.

Erik ten Hag hefur samþykkt að taka við Man Utd og skrifaði undir samning í sumar og mun sjá um að drilla liðið fyrir næstu leiktíð.

Varane segir að leikmenn liðsins séu spenntir og er tilhlökkun að vinna með nýjum stjóra sem er með öðruvísi hugmyndir en þeir sem voru áður.

,,Þetta er nýtt tímabil sem þýðir ný byrjun, allir eru mjög spenntir fyrir nýja þjálfaranum,“ sagði Varane.

,,Augljóslega viljum við gera vel og vinna alla leiki og þurfum að undirbúa okkur fyrir tímabilið. Það er mikilvægt fyrir okkur að æfa og vera tilbúnir.“

,,Við viljum vera klárir.r Við þurfum að leggja hart að okkur og æfingarnar verða margar og leikirnir verða margir.“

,,Andrúmsloftið er öðruvísi í dag, undirbúningstímabilið er í gangi og við þurfum að koma okkur í gang.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

,,Á næstu árum þá verður hann á toppnum, hann verður númer eitt“

,,Á næstu árum þá verður hann á toppnum, hann verður númer eitt“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Landsþekktur einstaklingur lést aðeins 47 ára gamall – Fannst látinn fyrir utan eigið heimili

Landsþekktur einstaklingur lést aðeins 47 ára gamall – Fannst látinn fyrir utan eigið heimili
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Missti af söngleik barnanna vegna vinnunnar

Missti af söngleik barnanna vegna vinnunnar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu færsluna: Pogba mikill aðdáandi leikmanns United – ,,Goðsögn“

Sjáðu færsluna: Pogba mikill aðdáandi leikmanns United – ,,Goðsögn“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mun neita að syngja þjóðsönginn

Mun neita að syngja þjóðsönginn
433Sport
Í gær

Ákvörðunin hafi komið á óvart – „Hann er að undirbúa það“

Ákvörðunin hafi komið á óvart – „Hann er að undirbúa það“
433Sport
Í gær

Salah jafnaði metið

Salah jafnaði metið