Aston Villa hefur náð samkomulagi við Rangers um að kaupa efnilegasta leikmann liðsins á 350 þúsund pund eða tæplega 60 milljónir króna.
Það hljómar kannski ekki sem hæsta upphæðin í nútíma fótbolta en um er að ræða aðeins 16 ára gamlan strák.
Strákurinn ber nafnið Rory Wilson og þekkir Steven Gerrard, stjóra Villa, sem vann áður hjá Rangers.
Þessi upphæð gæti hækkað í allt að eina milljón en það fer eftir leikjum leikmannsins í ensku úrvalsdeildinni og fyrir skoska landsliðið.
Wilson hefur raðað inn mörkum fyrir unglingalið Rangers og skoraði til að mynda átta mörk í 11 leikjum fyrir skoska U18 landsliðið í fyrra.
Ekki nóg með það heldur skoraði hann alls 49 mörk í öllum keppnum á einu tímabili og því um gríðarlega efnilegan leikmann að ræða.