fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Matur

Langar þig í brauðtertu með ítölsku ívafi í tilefni dagsins?

Sjöfn Þórðardóttir
Föstudaginn 17. júní 2022 18:16

Hér er á ferðinni sælkera brauðterta með ítölsku ívafi sem er fullkomin með kvöldkaffinu eða freyðivíni. MYNDIR/BERGLIND HREIÐARS.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga er í og margir sem fagna með því að bjóða heim í kvöldkaffi eftir hátíðarhöld. Þá er lag að henda í eina svona sælkera brauðterta samkvæmt íslenskri hefð en með ítölsku ívafi. Berglind okkar Hreiðars sem heldur úti síðunni Gotterí á heiðurinn af þessari.

„Ég leiddi hugann að því að gera brauðtertu í meira íslenskum stíl en þar sem það er sumar og maður meira til í eitthvað sumarlegt og freistandi varð ég fyrir ítölskum áhrifum, enda alltaf að hugsa um Ítalíureisuna góðu, sama hvenær hún verður síðan farin.“

Nú er lag að skella í eina brauðtertu.

Ítölsk brauðterta
1 fínt rúllutertubrauð
6 harðsoðin egg
100 g mozzarellakúlur með basilíku + skraut
120 g piccolo tómatar + skraut
80 g hráskinka + skraut
50 g salami + skraut
2 msk. basilíka + skraut
200 g Hellmann‘s majónes + skraut
50 g sýrður rjómi
2 msk. basilpestó
½ tsk. salt
¼ tsk. pipar
Klettasalat
Parmesanostur

Skerið egg, mozzarellakúlur, tómata, hráskinku og salami smátt niður, setjið í skál. Saxið basilíkuna og blandið saman við ásamt majónesi, sýrðum rjóma, pestó og kryddum.
Hrærið varlega með sleikju og smyrjið blöndunni síðan jafnt yfir rúllutertubrauðið og rúllið varlega upp. Smyrjið brauðið að utan með þunnu lagi af majónesi og skreytið með klettasalati, hráskinkusneiðum, mozzarellakúlum, salamirósum , tómötum, basilíku og parmesan. Salamirósir: Takið 1 sneið í tvo hluta og rúllið þeim utan um hvorn annan, skerið síðan aðeins neðan af til að stytta.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum