Fyrrum knattspyrnumaðurinn Michael Ballack, sem lék með félögum á borð við Bayern Munchen og Chelsea, er að hitta 21 árs gömlu fyrirsætuna Sophia Schneiderhan. Sjálfur er hann 45 ára gamall. Þýska blaðið Bild fjallar um þetta.
Aldursmunurinn á Ballack og Schneiderhan vekur athygli en eins og glöggir taka eftir er hann meira en tvöfalt eldri en hún.
Í fyrra kom upp afar sorglegt atvik í lífi Ballack þegar sonur hans, Emilio, lést í bifhjólaslysi.
Schneiderhan og Emilio voru vinir. Því hafa hún og Michael þekkst í töluverðan tíma.
Ballack var áður giftur Simone Lambe. Þau skildu árið 2012 og eiga saman þrjú börn.