Miðjumaðurinn Yves Bissouma er genginn til liðs við Tottenham. Félagið hefur staðfest þetta.
Bissouma kemur til Tottenham frá Brighton, þar sem leikmaðurinn hefur spilað frá því 2018.
Tottenham borgar Brighton tæpar 25 milljónir punda fyrir hinn 25 ára gamla Bissouma. Sú upphæð gæti svo hækkað með greiðslum síðar meir.
Á síðustu leiktíð lék Bissouma 26 leiki í ensku úrvalsdeildinni. Í þeim skoraði hann eitt mark og lagði upp tvö.
#WelcomeBissouma 🇲🇱 pic.twitter.com/8iNCCcHMut
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) June 17, 2022