Mason Greenwood mun mæta í lokaðan réttarsal í næstu viku þar sem hann mun sækja um það að vera áfram laus gegn tryggingu.
Rannsókn á máli enska knattspyrnumannsins heldur áfram. Greenwood er á mála hjá Manchester United.
Greenwood var handtekinn snemma á þessu ári grunaður um kynferðisbrot, heimilisofbeldi og líflátshótanir í garð fyrrum unnustu sinnar.
Harriet Robson, fyrrverandi kærasta leikmannsins, birti myndir af sér á Instagram síðu sinni með sprungna vör og aðra áverka sem hún sakar Greenwood um að hafa veitt sér.
Greenwwod hefur verið laus gegn tryggingu síðan. Hún á að renna út á næstu dögum en lögreglan í Manchester hefur sótt um það til dómstóla að hún verði framlengd.
Sóknarmaðurinn hefur ekki leikið með Man Utd frá 22. janúar.