Cristiano Ronaldo er nú staddur í fríi á Maíorka ásamt eiginkonu sinni, Georginu Rodriguez, og börnum.
Það er nóg til hjá fjölskyldunni sem skellti sér í fríið á einkaþotu sinni. Hún er metin á um 3,2 milljarða íslenskra króna.
Þá sættir Ronaldo sig ekki við að leigja bílaleigubíl á meðan fríinu stendur. Hann lét heldur flytja Bugatti-bifreið sína yfir á spænsku eyjuna. Bíllinn er metinn á um 1,4 milljarða íslenskra króna.
Þá gistir fjölskyldan í húsi þar sem nóttin kostar um 1,6 milljón íslenskra króna.