fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025
433Sport

Arnar varar við andstæðingum Víkinga – „Ég held að fólk átti sig ekki alveg á hversu mikið afrek það er“

433
Föstudaginn 17. júní 2022 11:30

Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur Torg/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur Reykjavík mætir Levadia Tallin frá Eistlandi á þriðjudaginn í undanúrslitum forkeppni um að komast í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. La Fio­rita og Inter Club d‘Es­cald­es taka einnig þátt í forkeppninni og mætast í hinni undanúrslitaviðureigninni. Sá leikur, sem og úrslitaleikurinn þremur dögum síðar, fer fram í Víkinni.

Það er óhætt að segja að fyrir þetta fjögurra liða mót verða Víkingar og Levadia að teljast sigurstranglegustu liðin. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, kveðst þó sáttur með að fá Eistanna strax í undanúrslitunum. „Við erum sigur­strang­legust, þessi tvö lið. Og það er fínt að fá hann bara á undan. Án þess að vera í ein­hverju van­mati myndi maður fyrir fram halda að Víkingur og Leva­dia séu bestu liðin af þessum fjórum,“ sagði Arnar í samtali við Fréttablaðið.

Arnar segir jafnframt að fólk þurfi að átta sig á því að Levadia verði virkilega krefjandi andstæðingur. „Þetta er allt annar fót­bolti en við fáum að venjast hér heima. Öll smá­at­riði þurfa að vera 100 prósent á hreinu. Og við erum að mæta liði sem er sterkt. Fl­ora Tallin komst í riðla­keppni Sam­bands­deildarinnar í fyrra og þeir unnu ekki einu sinni deildina, heldur þetta lið (Levadia). Þannig að þetta eru tvö lang­bestu liðin í Eist­landi. Þetta verður hörku­leikur. Heima­völlurinn mun væntan­lega hjálpa okkur, vonandi. Vonandi verður bara fjöl­menni og stemning á þeim leik. En þetta er bara 50/50 leikur.“

Arnar og hans teymi hafa horft á þó nokkra leiki með Levadia. „Þessi deild (efsta deild Eistlands) er ekki sterk. Við erum búnir að horfa á nokkra leiki og suma er bara til­gangs­laust að horfa á, það eru svo miklir yfir­burðir. En leikirnir á milli Fl­ora Tallin og Leva­dia eru hörku­leikir. Leva­dia vann deildina en Fl­ora var í riðla­keppni í Sam­bands­deildinni. Ég held að fólk átti sig ekki alveg á hversu mikið af­rek það er. Þannig að það er ekkert van­mat eða neitt þannig í gangi hjá okkur. Þú kemst upp með mis­tök í Bestu deildinni, inn á milli. En í Evrópu­keppninni, mis­tök og þú ert úr leik.“ 

Nánar er rætt við Arnar um komandi Evrópuverkefni í Fréttablaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sannfærður eftir eina setningu – ,,Viltu árangur eða peninga?“

Sannfærður eftir eina setningu – ,,Viltu árangur eða peninga?“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Næst markahæsti leikmaður landsliðsins gat valið annað land – ,,Ég var nálægt þessu“

Næst markahæsti leikmaður landsliðsins gat valið annað land – ,,Ég var nálægt þessu“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu rauða spjald Alli í endurkomunni

Sjáðu rauða spjald Alli í endurkomunni
433Sport
Í gær

,,Á næstu árum þá verður hann á toppnum, hann verður númer eitt“

,,Á næstu árum þá verður hann á toppnum, hann verður númer eitt“
433Sport
Í gær

Tuchel segir að Rashford þurfi að passa sig – Má ekki byrja að gera það sama

Tuchel segir að Rashford þurfi að passa sig – Má ekki byrja að gera það sama
433Sport
Í gær

England: Khusanov skúrkurinn á Etihad – Forest skoraði fjögur

England: Khusanov skúrkurinn á Etihad – Forest skoraði fjögur