Kári vann góðan sigur í 3. deild karla í kvöld er liðið spilaði við Augnablik á útivelli í sjöundu umferð.
Augnablik tókst að svara í fyrstu tvö skiptin er Kári komst yfir en Andri Júlíusson gerði fyrstu tvö mörk Kára úr vítaspyrnu.
Finnbogi Laxdal Aðalgerisson og Arnar Már Kárason skoruðu svo seinni mörk Kára sem vann 4-2 sigur að lokum.
Víðir gerði jafntefli í sínum leik í kvöld en liðið gerði 1-1 jafntefli við Vængi Júpíters.
Víðir er með 13 stig í öðru sæti deildarinnar á eftir aðeins Dalvík/Reyni sem vann sinn leik á sama tíma.
Dalvík/Reynir komst á toppinn með því að leggja Kormák/Hvöt af velli, 4-2.
Augnablik 2 – 4 Kári
0-1 Andri Júlíusson
1-1 Bjarni Harðarson
1-2 Andri Júlíusson
2-2 Jón Veigar Kristjánsson
2-3 Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson
2-4 Arnar Már Kárason
Vængir Júpíters 1 – 1 Víðir
0-1 Aron Freyr Róbertsson
1-1 Jónas Breki Svavarsson
Dalvík/Reynir 4 – 2 Kormákur/Hvöt
1-0 Vilhelm Ottó Biering Ottósson
2-0 Númi Kárason
3-0 Jóhann Örn Sigurjónsson
3-1 Ante Marcic
4-1 Þröstur Mikael Jónasson
4-2 Sigurður Bjarni Aadnegard