fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025
433Sport

Besta deildin: Fyrsta tap Blika kom gegn Val – Patrick hetjan í blálokin

433
Fimmtudaginn 16. júní 2022 22:09

Mynd: Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur 3 – 2 Breiðablik
 1-0 Aron Jóhannsson (’35)
2-0 Orri Hrafn Kjartansson (’45)
2-1 Dagur Dan Þórhallsson (’63)
2-2 Anton Logi Lúðvíksson (’84)
3-2 Patrick Pedersen (’94)

Breiðablik tapaði sínum fyrsta leik í Bestu deild karla er liðið spilaði við Valsmenn á Hlíðarenda.

Blikar hafa verið langbesta lið sumarsins og voru á toppi deildarinnar án taps og með fullt hús eftir átta umferðir.

Valsmenn höfðu þá verið til vonbrigðar í sumar og voru með 13 stig eftir níu leiki og höfðu tapað fjórum í röð.

Aron Jóhannsson komst á blað í fyrsta sinn fyrir Val í kvöld en hann opnaði markareikning kvöldsins á 35. mínútu.

Orri Hrafn Kjartansson skoraði svo annað mark Vals undir lok fyrri hálfleiks og staðan 2-0 í leikhléi og útlitið bjart.

Dagur Dan Þórhallsson lagaði stöðuna fyrir Blika í seinni hálfleik en hann skoraði þá fyrsta mark Blika á 63. mínútu.

Anton Logi Lúðvíksson tókst svo að jafna metin fyrir gestina þegar sex mínútur voru eftir og stefndi allt í jafntefli.

Daninn Patrick Pedersen var á öðru máli og tókst að tryggja Valsmönnum sigur á 94. mínútu og tryggði þar með fyrsta tap Breiðabliks í deildinni í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arsenal að stækka við sig

Arsenal að stækka við sig
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu færsluna: Pogba mikill aðdáandi leikmanns United – ,,Goðsögn“

Sjáðu færsluna: Pogba mikill aðdáandi leikmanns United – ,,Goðsögn“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arteta staðfestir fréttirnar: ,,Hann verður hérna í næstu viku“

Arteta staðfestir fréttirnar: ,,Hann verður hérna í næstu viku“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Slot segir fólki að vara sig á kjaftasögum blaðamanna – ,,Þá eru þeir að ljúga að ykkur“

Slot segir fólki að vara sig á kjaftasögum blaðamanna – ,,Þá eru þeir að ljúga að ykkur“
433Sport
Í gær

Breytingar á knattspyrnulögum á Íslandi – Markverðir fá átta sekúndur

Breytingar á knattspyrnulögum á Íslandi – Markverðir fá átta sekúndur
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Í gær

Saka nálgast – 25 dagar í Real Madrid

Saka nálgast – 25 dagar í Real Madrid
433Sport
Í gær

Stór ensk blöð vitna í „ummæli“ Alberts sem hann lét aldrei falla – „Galið“

Stór ensk blöð vitna í „ummæli“ Alberts sem hann lét aldrei falla – „Galið“