Reynir S. 0 – 1 Þróttur R.
0-1 Sam Hewson
Þróttur Reykjavík ætlar sér upp í Lengjudeildina í sumar en liðið hefur verið á frábæru róli undanfarið.
Þróttur spilaði við Reyni Sandgerði á útivelli í kvöld og vann leikinn með einu marki gegn engu.
Sam Hewson gerði markið fyrir Þróttara sem eru með 16 stig í þr.iðja sæti deildarinnar, jafn mörg stig og topplið Njarðvíkur og Ægis.
Reynismenn eru í bölvuðu brasi og sitja á botni deildarinnar án stiga eftir sjö leiki.