Gerard Pique, leikmaður Barcelona, hefur skorað á forseta félagsins, Joan Laporta, um að fá inn besta varnarmann heims í sumar.
Barcelona mun væntanlega styrkja varnarlínuna í sumar en Pique er handviss um að hann muni halda sæti sínu þrátt fyrir það.
,,Ef þú þorir, taktu besta varnarmann heims og hann kemur til að vera varamaður,“ á Pique að hafa sagt við Laporta samkvæmt Sport.
Pique er mjög kokhraustur og óttast alls ekki að missa sæti sitt í byrjunarliðinu þrátt fyrir að vera orðinn 35 ára gamall.
Laporta er sagður hafa sagt Pique að varnarmaður væri á leiðinni og svaraði Pique þeirri staðreynd með þessu svari.
Andreas Christensen er líklega á leið til félagsins og kemur á frjálsri sölu frá Chelsea.
Kalidou Koulibaly hjá Napoli er einnog orðaður við liðið og gæti tekið stöðu Pique sem spilaði 39 leiki í öllum keppnum í vetur.