fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025
433Sport

Lengjudeildin: Sjö mörk er Kórdrengir unnu Selfoss – Enn tapar Þór

433
Fimmtudaginn 16. júní 2022 21:13

Mynd: Kórdrengir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kórdrengir unnu svakalegan sigur í Lengjudeild karla í kvöld er liðið mætti Selfoss í stórskemmtilegri viðureign.

Selfyssingar byrjuðu leikinn betur og var staðan 2-0 í hálfleik eftir mörk frá Gonzalo Zamorano og Hrvoje Tokic.

Sverrir Páll Hjaltested skoraði svo tvö mörk fyrir Kórdrengi í seinni hálfleik til að jafna metin og skoraði liðið svo tvö til viðbótar og staðan 4-2.

Tokic skoraði sitt annað mark úr vítaspyrnu á 79. mínútu en það dugði ekki til og fyrsta tap Selfoss í sumar staðreynd.

HK vann á sama tíma mjög góðan útisigur gegn Fylki þar sem Örvar Eggertsson gerði eina mark leiksins.

Afturelding vann þá Þrótt Vogum 1-0, Grindavík er enn taplaust eftir sigur á KV og fyrr í kvöld tapaði Þór 1-0 heima gegn Gróttu.

Kórdrengir 4 – 3 Selfoss
0-1 Gonzalo Zamorano (’14)
0-2 Hrvoje Tokic (’23, víti)
1-2 Sverrir Páll Hjaltested (’58, víti)
2-2 Sverrir Páll Hjaltested (’65)
3-2 Arnleifur Hjörleifsson (’67)
4-2 Þórir Rafn Þórisson (’68)
4-3 Hrvoje Tokic (’79, víti)

Fylkir 0 – 1 HK
0-1 Örvar Eggertsson (’55)

Þróttur V. 0 – 1 Afturelding
0-1 Kári Steinn Hlífarsson (’54)

Grindavík 2 – 1 KV
1-0 Sigurjón Rúnarsson (’34)
2-0 Símon Logi Thasaphong (’47)
2-1 Einar Már Þórisson (’86)

Þór 0 – 1 Grótta
0-1 Kjartan Kári Halldórsson(’49)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arsenal að stækka við sig

Arsenal að stækka við sig
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu færsluna: Pogba mikill aðdáandi leikmanns United – ,,Goðsögn“

Sjáðu færsluna: Pogba mikill aðdáandi leikmanns United – ,,Goðsögn“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arteta staðfestir fréttirnar: ,,Hann verður hérna í næstu viku“

Arteta staðfestir fréttirnar: ,,Hann verður hérna í næstu viku“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Slot segir fólki að vara sig á kjaftasögum blaðamanna – ,,Þá eru þeir að ljúga að ykkur“

Slot segir fólki að vara sig á kjaftasögum blaðamanna – ,,Þá eru þeir að ljúga að ykkur“
433Sport
Í gær

Breytingar á knattspyrnulögum á Íslandi – Markverðir fá átta sekúndur

Breytingar á knattspyrnulögum á Íslandi – Markverðir fá átta sekúndur
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Í gær

Saka nálgast – 25 dagar í Real Madrid

Saka nálgast – 25 dagar í Real Madrid
433Sport
Í gær

Stór ensk blöð vitna í „ummæli“ Alberts sem hann lét aldrei falla – „Galið“

Stór ensk blöð vitna í „ummæli“ Alberts sem hann lét aldrei falla – „Galið“