Kórdrengir unnu svakalegan sigur í Lengjudeild karla í kvöld er liðið mætti Selfoss í stórskemmtilegri viðureign.
Selfyssingar byrjuðu leikinn betur og var staðan 2-0 í hálfleik eftir mörk frá Gonzalo Zamorano og Hrvoje Tokic.
Sverrir Páll Hjaltested skoraði svo tvö mörk fyrir Kórdrengi í seinni hálfleik til að jafna metin og skoraði liðið svo tvö til viðbótar og staðan 4-2.
Tokic skoraði sitt annað mark úr vítaspyrnu á 79. mínútu en það dugði ekki til og fyrsta tap Selfoss í sumar staðreynd.
HK vann á sama tíma mjög góðan útisigur gegn Fylki þar sem Örvar Eggertsson gerði eina mark leiksins.
Afturelding vann þá Þrótt Vogum 1-0, Grindavík er enn taplaust eftir sigur á KV og fyrr í kvöld tapaði Þór 1-0 heima gegn Gróttu.
Kórdrengir 4 – 3 Selfoss
0-1 Gonzalo Zamorano (’14)
0-2 Hrvoje Tokic (’23, víti)
1-2 Sverrir Páll Hjaltested (’58, víti)
2-2 Sverrir Páll Hjaltested (’65)
3-2 Arnleifur Hjörleifsson (’67)
4-2 Þórir Rafn Þórisson (’68)
4-3 Hrvoje Tokic (’79, víti)
Fylkir 0 – 1 HK
0-1 Örvar Eggertsson (’55)
Þróttur V. 0 – 1 Afturelding
0-1 Kári Steinn Hlífarsson (’54)
Grindavík 2 – 1 KV
1-0 Sigurjón Rúnarsson (’34)
2-0 Símon Logi Thasaphong (’47)
2-1 Einar Már Þórisson (’86)
Þór 0 – 1 Grótta
0-1 Kjartan Kári Halldórsson(’49)