fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025
Fréttir

Um 200 greinast daglega með COVID-19

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. júní 2022 11:35

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útbreiðsla COVID-19 vaxandi hár á landi. Nú greinast opinberlega um og yfir 200 manns á dag en líklega er fjöldinn meiri því margir greinast með heimaprófi og fá ekki greininguna staðfesta með opinberu prófi. Flestir sem greinast hafa ekki fengið COVID-19 áður en endursmit eru undir 10% af daglegum greindum smitum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum.

Samfara þessari aukinni útbreiðslu þá hefur orðið veruleg aukning á innlögnum sjúklinga með COVID-19. Nú liggja 27 einstaklingar inni á Landspítala með eða vegna COVID-19. Þar af eru tveir á gjörgæsludeild og einn þarf á aðstoð öndunarvélar að halda. Flestir inniliggjandi sjúklinganna eru eldri en 70 ára en alvarleg veikindi sjást aðallega hjá þeim sem hafa fengið þrjár eða færri bólusetningar. Þetta er í samræmi við niðurstöðu erlendra rannsókna um að fjórði bólusetningarskammtur minnkar verulega líkur á alvarlegum veikindum vegna COVID-19.

Almenningur og sérstaklega þeir sem eru 80 ára eða eldri og þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma, eru hvattir til að gæta að sínum sóttvörnum þ.e. forðast fjölmenni, halda fjarlægð, þvo og spritta hendur og nota andlitsgrímu þegar sóttvörnum verður ekki við komið.

Einnig eru allir þeir sem eru óbólusettir hvattir til að þiggja bólusetningu. Einstaklingar 80 ára og eldri og heimilismenn á hjúkrunarheimilum eru hvattir til að þiggja fjórða skammt bólusetningar. Yngri einstaklingar sem telja sig geta verið viðkvæma fyrir COVID-19 eru einnig hvattir til að fá fjórða skammt bólusetningarinnar. Bólusetning minnkar verulega líkur á alvarlegum veikindum vegna COVID-19.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur staðfestir fangelsisdóm yfir Gabríel Aron fyrir hryllingsárásina í Hafnarfirði

Landsréttur staðfestir fangelsisdóm yfir Gabríel Aron fyrir hryllingsárásina í Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kópavogsbær neitaði í þrjú ár að afgreiða beiðni húsbyggjenda um lokaúttekt

Kópavogsbær neitaði í þrjú ár að afgreiða beiðni húsbyggjenda um lokaúttekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið: Ekkert heyrst um að hinn látni hafi sóst eftir kynnum við börn – Glímdi við erfið veikindi

Manndrápsmálið: Ekkert heyrst um að hinn látni hafi sóst eftir kynnum við börn – Glímdi við erfið veikindi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tilkynningar um svindlpósta í nafni Póstsins daglegt brauð

Tilkynningar um svindlpósta í nafni Póstsins daglegt brauð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við sekt fyrir að leggja á móti umferð – „Þetta er svo bilaðslega hátt gjald“

Ósáttur við sekt fyrir að leggja á móti umferð – „Þetta er svo bilaðslega hátt gjald“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingmenn Samfylkingarinnar vilja leyfa systkinaforgang í leikskólum – Samvera systkina dýrmæt upplifun

Þingmenn Samfylkingarinnar vilja leyfa systkinaforgang í leikskólum – Samvera systkina dýrmæt upplifun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr í ræktinni og einum vísað út

Sauð upp úr í ræktinni og einum vísað út