Liverpool mun heimsækja nýliða Fulham í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar þann 7. ágúst næstkomandi.
Leikjadagskrá ensku úrvalsdeildarinnar var gefin út í dag.
Þetta verður fjórða tímabilið í röð þar sem Liverpool mætir nýliðum í fyrstu umferð. Það sem meira er hafa liðin verið sigurvegarar Championship-deildarinnar, ensku B-deildarinnar, í öll skiptin.
Tímabilið 2019-2020 tók Liverpool á móti Norwich, 2020-2021 tók liðið á móti Leeds og svo heimsótti Liverpool Norwich í fyrsta leik í fyrra.
Liverpool will be playing the Championship winners in their opening Premier League fixture for the FOURTH season in a row.
19/20: Norwich (H)
20/21: Leeds (H)
21/22: Norwich (A)
22/23: Fulham (A) pic.twitter.com/IAxb4uALeU— SPORTbible (@sportbible) June 16, 2022