Dean Henderson, markvörður Manchester United, er sagður hafa samið um persónuleg kjör við nýliða Nottingham Forest.
Þá kemur einnig fram að Forest vilji fá Henderson á láni í eina leiktíð með möguleika á að kaupa hann svo fyrir 20 milljónir punda að henni lokinni.
Henderson er varamarkvörður á Old Trafford á eftir David De Gea. Hann hefur veitt Spánverjanum samkeppni undanfarin tvö tímabil.
Tímabilið þar áður lék Henderson með Sheffield United og stóð sig frábærlega.
Brice Samba, sem stóð í marki Forest á síðustu leiktíð og hjálpaði liðinu að komast upp úr B-deildinni, er á förum. Hann er sterklega orðaður við Lens í Frakklandi.
Því vantar Forest markvörð. Þar gæti Henderson reynst afar álitlegur kostur.