Sóknarmaðurinn Kemar Roofe mætir fullur sjálfstrausts inn í næsta tímabil eftir að hafa ákveðið að fara í hárígræðslu í sumarfríinu.
Roofe spilar með Rangers í Skotlandi en hann skoraði 17 mörk í 41 leik fyrir þá bláklæddu í vetur.
Roofe greindi frá því í gær að hann væri búinn að fara í hárígræðslu og segist sjálfur hæstánægður með útkomuna.
Aðgerðin fór fram í Tyrklandi en Roofe hafði lengi íhugað að láta verða að þessu og lét það verða að veruleika um helgina.
Ófáir aðrir knattspyrnumenn hafa farið í hárígræðslu og má nefna Wayne Rooney, fyrrum leikmann Manchester United sem og Xherdan Shaqiri, fyrrum leikmann Liverpool .
Roofe birti myndir af sér í aðgerðinni á samfélagsmiðla eins og má sjá hér fyrir neðan.