Maður hefur verið ákærður af Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu fyrir líkamsáras sem átti sér stað þann 15. apríl 2020. Maðurinn á að hafa veist að manni fyrir utan Laugarnesskóla. Hann á að hafa kýlt árásarþola í andlitið svo hann datt í jörðina og síðan kýlt og sparkað ítrekað í hann þar sem hann lá. Árásarþoli hlaut áverka um allt andlit og bringu. Árásarmaðurinn var ekki nema 17 ára þegar brotið átti sér stað og er fæddur árið 2003.
Árásarþoli hlaut hrufl á enni og nefi, glóðurauga á hægra auga, bólgu á vör, fylling losnaði upp úr tönn og tvö rifbein brotnuðu.
Árásarþoli og lögfræðingur hans fara fram á 800.000 krónur í miskabætur auk vaxta. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 21. júní næstkomandi.