fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Eyjan

Segir fólk tapa peningum á því að nýta sér fasteignasala og hvetur fólk til að selja sjálft – „Það er komið nóg af þessari vitleysu“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 15. júní 2022 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haukur Viðar Alfreðsson, doktorsnemi í hagfræði, hefur undanfarið ritað greinar um sölu fasteigna á Íslandi sem hafa vakið mikla athygli. Þar hefur hann meðal annars gagnrýnt söluþóknanir sem fasteignasölur rukka, en hann telur slíkar þóknanir keyra fram úr góðu hófi.

Í nýjustu grein hans, sem birtist hjá Vísi í dag, veltir hann upp spurningunni hvort að fasteignasölur séu yfirhöfuð nauðsynlegar hér á landi, en miðað við gögn sem hann hefur rýnt erlendis frá megi jafnvel álykta að seljendur tapi á því að nýta sér þjónustu fasteignasala.

Fengu lægra verð fyrir eignir sínar

Haukur vísar til þess að rannsakendur við Stanford háskóla í Bandaríkjunum hafi skoðað sölu fasteigna á háskólasvæðinu og tekið þar eftir því að seljendur sem nýttu sér fasteignasala hafi að meðaltali fengið 5,9% til 7,7% lægra verð fyrir eignir sínar. Þær sérstöku aðstæður séu á því svæði að fasteignasalar hafa þar ekki betra aðgengi að kaupendum en seljendur upp á sitt einsdæmi.

Haukur segir að halda megi því fram að svipaðar aðstæður séu uppi hér á landi. Hér sé auðvelt að auglýsa eignir á fasteignavefjum, samfélagsmiðlum og í dagblöðum svo dæmi séu tekin. Því megi telja að niðurstöður Stanford rannsóknarinnar eigi erindi við íslenskan almenning.

„Við getum í raun sannreynt það auðveldlega út frá hvernig eignir hér eru verðlagðar. Hver kannast ekki við að hafa heyrt af margmenni á opnum húsum og fjölda tilboða í hverja eign um leið og þær eru komnar á sölu? Jafnvel tilboð um staðgreiðslu á yfirverði? Allt eru þetta merki um lélega verðlagningu á eigninni, líklega af hálfu fasteignasala.“

Haukur bendir á að flestir eigi bara eina eign til að selja en ekki margar sömu gerðar. Því sé enginn hagur í því að verðleggja eign þannig að hún laði að fullt hús af fólki. „Það segir einfaldlega að verðið var of lágt.“

Komið nóg af þessari vitleysu

Haukur segir að hins vegar henti troðfull opin hús fasteignasalanum vel, þá sé salan auðveld og hann eigi vísa „himinháa“ söluþóknun sem kosti viðskiptavininn „milljónir á milljónir ofan“

Haukur segir að draumastaðan í framtíðinni vri sú að seljendur fari í auknum mæli að selja eignir sínar sjálfir, en geti þó ráðið fasteignasala sér til aðstoðar hvað varði afmarkaða þætti.

„Það er komið nóg af þessari vitleysu að greiða milljónir í söluþóknanir og tapa enn fleiri milljónum vegna lélegs verðmats. Væri þá ekki nær að spara sér peninginn eða kaupa næstu eign fullbúna með gólfefnum, innréttingum og öllum nútíma lúxus í stað þess að láta peninginn hverfa í vasa fasteignasala og eitthvert annað?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?