fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fréttir

Mengun dregur úr typpastærðum

Rafn Ágúst Ragnarsson
Föstudaginn 17. júní 2022 18:30

Hvaða stærð vilja konur? Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mengun er að valda því að typpi minnki, samkvæmt einum vísindamanni. Faraldursfræðingurinn og umhverfissérfræðingurinn dr. Shanna Swan gaf út bók á dögunum þar sem hún kannaði tengingu á milli iðnaðarefna og typpastærð. Í bókinni „Count Down“ heldur hún því fram að heimur dagsins í dag hafi áhrif á kynþroska fólks og að hann ógni framtíð mannkynsins.

Í bókinni lýsir hún því hvernig mengun er að valda hærri tíðni ristruflanna og því að fleiri og fleiri börn fæðist með lítil typpi. Þrátt fyrir það að þetta hljómi eins og grín, segir hún að rannsóknir bendi til þess að vonir mannkynsins fyrir framtíðina séu ekki bjartar.

„Alþjóðleg tilvistarkrísa“

„Í sumum heimshlutum er meðal tvítuga konan minna frjó en amma hennar á fertugsaldri,“ sagði Shanna. Hún kallar ástandið „alþjóðlega tilvistarkrísu.“

Samkvæmt rannsóknum Shönnu valda þessari röskun efni sem kallast þalöt sem eru notuð við framleiðslu á plasti og geta þau haft áhrif á framleiðslu líkamans á hormóninum endókrín.

Þessi hópur efna er notaður til að auka teygjanleika efna. Hann er að finna í dóti, matarpakkningum, þvottaefni, snyrtivörum og fleiru en Shanna telur að þessi efni séu að skaða þroska fólks.

„Börn koma inn í heiminn þegar spillt af efnum vegna þeirra efna sem þau taka við í leginu,“ sagði Shanna. Mikið af rannsóknum Shönnu nýverið hafa einblínt á áhrif þalata. Hún byrjaði á því að kanna áhrif þalata á rottur. Árið 2000 var hins vegar bylting á sviðinu þegar hægt varð að greina lágt magn þalata í mannfólki.

Shanna hefur skrifað margar greinar um hvernig þalöt geti borist frá foreldri til afkvæmis, áhrif þeirra á kynlöngun kvenna, og það nýjasta: áhrif þeirra á typpastærð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu
Fréttir
Í gær

Trump fór mikinn og boðar landvinninga Bandaríkjanna

Trump fór mikinn og boðar landvinninga Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð