Ein sniðugasta heimasíða landsins þegar kemur að mat, https://hvaderimatinn.is/, hefur heldur betur slegið í gegn síðustu misseri en heimasíðan hefur verið starfrækt frá árinu 2006, og var tilgangur hennar að svara þessari erfiðu spurningu sem oftast kemur seinnipart dagsins: Hvað er í matinn?“
Eins og fram kemur á vef Fréttablaðsins er það Felix Gylfason heldur úti síðunni https://hvaderimatinn.is/en hann er markaðsfræðingur að mennt. Felix hefur starfað víð ýmis markaðsmál í gegnum tíðina og hefur heimasíðan verið að stækka og bæta við sig undanfarin tvö ár. „Ég skellti mér í stafrænt markaðsnám hjá Akademias núna í vetur og er að tengja þetta allt saman núna við síðuna,“ segir hann. Nýverið keypti Felix litla vínheildsölu og er að flytja inn léttvín frá Chile og Ítalíu. „Þetta eru lífræn vín og hafa fengið góðar móttökur í sölu Vínbúðarinnar og núna í maí síðastliðinum bættist við Rabarbara freyðivín frá Lettlandi sem er klárlega sumardrykkurinn í ár. Rabarbara freyðivínið hefur verið afar vinsælt og það er bara þannig að allir sem hafa smakkað vilja kaupa sér flösku,“ segir Felix.
Inni á vefnum getur fólk ákveðið forsendur matar fyrir vikuna, t.d. fisk á mánudögum, kjúkling á þriðjudögum og svo framvegis. Kerfið kemur þá með viku- eða mánaðarseðil af uppskriftum miðað við þessar forsendur. Þá getur fólk ákveðið hversu margir eru í mat og breytist innihaldslýsing í samræmi við það. Þá er hægt að sækja í fljótlega og auðvelda rétti á síðunni, og velja uppskriftir sem taka ákveðið langan tíma. Og þar má einnig finna ketóflokk sem hefur notið mikilla vinsælda með breyttum lífsstíl landsmanna.
Hvað er í matinn hefur nú bætt við áhugamáli margra en það eru léttvín. Nú er hægt að kaupa matarkassann heim þar sem uppskrift af nautalund og eða humarveislu er í boði og allt innihald er meðtalið. Með kassanum fylgir frítt eðal vín frá Chile eða Ítalíu heimsent á stórhöfuðborgarsvæðinu.
Einnig er Facebook og Instagram síða þar sem hægt er að fylgjast með eldun að laufléttum uppskriftum og fleiru Hægt er að skrá sig á póstlista á heimasíðunni til að missa ekki af nýjustu fréttum. Einnig er hægt er að skoða skoða uppskriftir og annan fróðleik á heimasíðunni www.hvaderimatinn.is