Kurt Zouma, leikmaður West Ham, þarf að sinna 180 klukkutímum í samfélagsþjónustu fyrir dýraníð.
Þetta kemur fram í frétt Daily Mail í dag en viðbjóðslegt myndband af Zouma vakti mikla athygli í vetur.
Þar mátti sjá Zouma níðast á eigin gæludýrum og öskraði hann til að mynda ‘ég sver, ég mun sparka í hann’ en orðin voru látin falla um kött og stóð varnarmaðurinn því miður við þessu orð.
Zouma þarf einnig að borga níu þúsund pund í sekt en það var bróðir hans, Yoan, sem tók upp myndbandið sem var birt á Snapchat.
Zouma hefur játað sök í málinu en hann viðurkennir að hafa níðst óþarflega á dýrinu eftir að það hafði skemmt stól á heimilinu.
Gæludýrin eru sem betur fer ekki lengur í eigu Zouma og hans fjölskyldu en hann má ekki eignast kött næstu fimm árin.