fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fókus

Kostir hláturs – Flissaðu heilsuna í lag

Fókus
Laugardaginn 2. júlí 2022 07:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hláturinn lengir lífið er málsháttur sem stundum heyrist og ber að taka hann alvarlega þar sem læknavísindin hafa sannað hláturinn lengir lífið í raun og sann. 

Við góðan hlátur eykur líkaminn framleiðslu á endorfíni sem aftur hefur áhrif á sársaukaþol okkar. Ein rannsókn sýndi fram á að hópur fólks sem horfði saman á gamanþátt jók sársaukaþol sitt um ríflega tíu prósent meðan á áhorfinu stóð. Smáræðis munur leiddi í ljós að betra er að vera í hópi hlæjandi fólks en einn í flissinu.

Í niðurstöðum rannsóknar sem gerð var á tæknifrjógvunarstöð árið 2011 er fullyrt að þær konur sem horfðu á gamanefni meðan á frjóvgun stóð voru 16% líklegri til að verða ófrískar en þær sem ekki horfðu.

Góð hlátursroka eykur magn súrefnis í blóði sem aftur hjálpar til við að lækka hýdrókortisón magn líkamans. Hýdrókortisón er líkamanum mikilvægt, meðal annars við brennslu auk þess sem það stjórnar varnarviðbrögðum. En sé hýdrókortisón í of miklu magni í líkamanum veldur það langvarandi streitu. Hlátur slær því á streitu.

Hlátur lækkar blóðþrýsting. Reyndar hefur hláturinn sömu áhrif á hjartað og róleg gönguferð. Svo það er í raun hægt að hlæja sig í gott form.

Hlátur er frábær fyrir uppbyggingu magavöðva sem herpast við góðan hlátur. Það er sennilegast einnig gaman að hlæja á sig sixpakk.

Fjöldi rannsókna sýnir að hlátur hefur góð áhrif á ónæmiskerfið og eykur varnir okkar gegn alls kyns sýkingum.

Reyndar hefur verið sýnt fram á þeir sem hlæja oftar eru bæði heilbrigðari og hamingjusamari en þeir sem ekki hlæja. Best er að hlæja einu sinni á klukkustund og ef að ekkert er fyndið, sem jú gerist, dugar að gera sér upp hlátur líkt og æfður er í hláturjóga.

Og einn fimmaur í lokin inn í helgina: Einu sinni voru þrír bræður, allir hétu þeir Jón. Nema Palli. Hann hét Siggi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kristín og Árni nýtt stjörnupar

Kristín og Árni nýtt stjörnupar
Fókus
Í gær

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þessar bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna

Þessar bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ómar leitar að leigjanda yfir jólahátíðina fyrir 600 þúsund krónur

Ómar leitar að leigjanda yfir jólahátíðina fyrir 600 þúsund krónur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Búllukóngur selur 330 milljóna króna höll á Arnarnesinu

Búllukóngur selur 330 milljóna króna höll á Arnarnesinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafa miklar áhyggjur af heilsu Schwarzenegger

Hafa miklar áhyggjur af heilsu Schwarzenegger