fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Kim Kardashian sögð hafa eyðilagt kjólinn – Sjáðu myndirnar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 14. júní 2022 10:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að ákvörðun raunveruleikastjörnunnar um að klæðast kjól Marilyn Monroe hafi skipt fólki í fylkingar.

Kim klæddist goðsagnakenndum kjól Marilyn Monroe á Met Gala í byrjun maí, sama kjól og leikkonan klæddist þegar hún söng afmælissönginn fyrir John F. Kennedy, þáverandi forseta Bandaríkjanna, árið 1962.

Mörgum þótti þetta hið besta mál en aðrir gagnrýndu hana harðlega. Hún hefur verið gagnrýnd bæði fyrir að hafa farið í stranga megrun og misst sjö kíló til að passa í kjólinn, en einnig fyrir að hafa klæðst honum yfir höfuð.

Hönnuður kjólsins, Bob Mackie, fór hörðum orðum um kjólaval Kim og sagði að það hefðu verið stór mistök að leyfa henni að klæðast honum.

Myndin til vinstri var tekin árið 2016, en myndin til hægri er sögð hafa verið tekin eftir Met Gala.

„Ég ber mikla virðingu fyrir kjólnum og hvað hann merkir fyrir bandaríska sögu. Ég myndi aldrei vilja sitja í honum eða borða í honum eða taka einhverja áhættu að skemma hann og ég mun ekki nota farða á líkamann, eins og ég geri venjulega,“ sagði Kim við Vogue fyrir Met Gala kvöldið.

Hún var ekki lengi í kjólnum heldur gekk hún rauða dregilinn í honum og var síðan með sérstaka skiptiaðstöðu við hinn endann þar sem hún gat skipt yfir í annan kjól.

En það virðist sem svo að það hafi verið nóg til að eyðileggja kjólinn.

Í gær birti vefmiðillinn Pop Crave tvær myndir hlið við hlið. Báðar myndirnar voru teknar á Ripley‘s Believe it or Not! safninu, þar sem hann er geymdur, en myndin til vinstri er fyrir Met Gala og myndin til hægri á að hafa verið tekin eftir að Kim klæddist kjólnum.

Netverjar voru æfir vegna málsins og höfðu nóg um það að segja á Twitter.

Hvorki Kim né safnið hafa tjáð sig um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram