Kim klæddist goðsagnakenndum kjól Marilyn Monroe á Met Gala í byrjun maí, sama kjól og leikkonan klæddist þegar hún söng afmælissönginn fyrir John F. Kennedy, þáverandi forseta Bandaríkjanna, árið 1962.
Mörgum þótti þetta hið besta mál en aðrir gagnrýndu hana harðlega. Hún hefur verið gagnrýnd bæði fyrir að hafa farið í stranga megrun og misst sjö kíló til að passa í kjólinn, en einnig fyrir að hafa klæðst honum yfir höfuð.
Hönnuður kjólsins, Bob Mackie, fór hörðum orðum um kjólaval Kim og sagði að það hefðu verið stór mistök að leyfa henni að klæðast honum.
„Ég ber mikla virðingu fyrir kjólnum og hvað hann merkir fyrir bandaríska sögu. Ég myndi aldrei vilja sitja í honum eða borða í honum eða taka einhverja áhættu að skemma hann og ég mun ekki nota farða á líkamann, eins og ég geri venjulega,“ sagði Kim við Vogue fyrir Met Gala kvöldið.
Hún var ekki lengi í kjólnum heldur gekk hún rauða dregilinn í honum og var síðan með sérstaka skiptiaðstöðu við hinn endann þar sem hún gat skipt yfir í annan kjól.
En það virðist sem svo að það hafi verið nóg til að eyðileggja kjólinn.
Í gær birti vefmiðillinn Pop Crave tvær myndir hlið við hlið. Báðar myndirnar voru teknar á Ripley‘s Believe it or Not! safninu, þar sem hann er geymdur, en myndin til vinstri er fyrir Met Gala og myndin til hægri á að hafa verið tekin eftir að Kim klæddist kjólnum.
Marilyn Monroe’s iconic dress has reportedly been damaged after being worn by Kim Kardashian at the Met Gala.
The dress now shows signs of tearing, and several crystals are either missing or hanging off of it. pic.twitter.com/cFu1lUBmzS
— Pop Crave (@PopCrave) June 13, 2022
Netverjar voru æfir vegna málsins og höfðu nóg um það að segja á Twitter.
Letting Kim Kardashian wreck a museum piece for the purpose of playing bourgeois dress-up is so aggressively American https://t.co/YbpN6EIdYa
— Hailey (@CryptidOnStrike) June 14, 2022
“ItS JuSt A DrEsS” ok sure but it’s also about respecting the wishes of a woman who has been repeatedly exploited and abused in the spotlight and who had a Simple Request. she has had so much taken from her when she was alive and you all will do it again postmortem?? sick. https://t.co/spIoKiXogM
— krish (@YUNMEN9S) June 14, 2022
As a historian, this hurts not because it damaged „history“ but because people still treat Marilyn Monroe and her things as public. Her face, her body, her image, her person is not seen as HERS either then or now and she deserves much more than to be anyone’s symbol https://t.co/cv0EzCog9R
— 𝐁 𝐄 𝐍 𝐈 (@LaSantaBeni) June 13, 2022
Hvorki Kim né safnið hafa tjáð sig um málið.