fbpx
Föstudagur 03.janúar 2025
Pressan

Segir að fólk geti lækkað vegna hlýnandi veðurfars

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 19. júní 2022 13:30

Fer meðalhæðin niður á við?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steve Brusatte, prófessor og steingervingafræðingur, segir hugsanlegt að eftir því sem loftslagið verður hlýrra muni fólk lækka.

Hann sagði þetta í samtali við Sky News og sagði að hér sé ekki um neinn hræðsluáróður að ræða. Þetta byggist á skoðun á steingervingum og þeirri sögu sem þeir segja. Í gegnum tíðina hafi hitastigið á jörðinni breyst mikið, þar á meðal hafi hlýnað og oft hafi spendýr orðið minni vegna hærri hita.

Hann sagði að steingervingar, sem sýna viðbrögð spendýra við hærri hita, geti búið yfir vísbendingum um hvernig spendýr muni hugsanlega bregðast við í framtíðinni.

Hann nefndi sem dæmi að fyrir um 55 milljónum ára hafi hlýnað mjög mikið á heimsvísu og þá hafi um 40% spendýra minnkað ef miðað sé við það sem er hægt að lesa út úr steingervingum frá þeim tíma.

Hann sagði ekki útilokað að það sama geti gerst hjá okkur mönnunum nú þegar loftslagið fer hlýnandi. Hann benti á að steingervingar sýni mörg dæmi um að þegar fólk hefur verið á litlum eyjum, þar sem lítið var um auðlindir og umhverfið var erfitt viðureignar, hafi fólk minnkað.

Það er þó kannski mörgum ákveðin huggun að þetta mun ekki gerast á einni nóttu, þessi þróun mun eiga sér stað á líftíma mörg hundruð kynslóða sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna verður þú hratt drukkin(n) á tóman maga

Þess vegna verður þú hratt drukkin(n) á tóman maga
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brot úr ævi Jimmy Carter – Misheppnuð björgun, sögulegar skammir, lostugar hugsanir, smáatriði og mannúð

Brot úr ævi Jimmy Carter – Misheppnuð björgun, sögulegar skammir, lostugar hugsanir, smáatriði og mannúð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk dregur í land eftir að hann kallaði MAGA-menn „fyrirlitlega fábjána“ en hefur ekki tekist að lægja öldurnar

Musk dregur í land eftir að hann kallaði MAGA-menn „fyrirlitlega fábjána“ en hefur ekki tekist að lægja öldurnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Jólaboðið óhugnanlega – Eitraði fyrir fjölskyldu sinn og varð nokkrum að bana

Jólaboðið óhugnanlega – Eitraði fyrir fjölskyldu sinn og varð nokkrum að bana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlkurnar áttu sér skelfilegt leyndarmál

Unglingsstúlkurnar áttu sér skelfilegt leyndarmál