fbpx
Föstudagur 03.janúar 2025
Pressan

Marsbíllinn Perseverance er búinn að eignast vin á Mars

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 19. júní 2022 11:00

Steinninn hefur ekki yfirgefið Perseverance síðustu mánuði. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir um fjórum mánuðum eignaðist Marsbíllinn Perseverance vin á Mars og hafa þeir verið óaðskiljanlegir síðan og hafa ferðast nokkurra kílómetra leið saman.

Vinurinn er steinn sem fann sér leið inn í hjólskál vinstra framhjóls Perseverance snemma í febrúar þegar bíllinn var á ferð um þessa nágrannaplánetu okkar.

CNN segir að á þeim rúmu fjórum mánuðum sem eru liðnir síðan steinninn tók sér far með Perseverance hafi þeir félagar ferðast um 8,5 km yfir illfært land.

Perseverance er nú að taka borsýni í Jezero gígnum en þar var áður vatn og á. Steinarnir þar mynduðust fyrir milljörðum ára þegar vatn var á svæðinu.

Steinninn hefur engin áhrif á ferð Perseverance og nú á aðeins eftir að koma í ljós hversu lengi hann mun halda áfram að ferðast með Perseverance.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna verður þú hratt drukkin(n) á tóman maga

Þess vegna verður þú hratt drukkin(n) á tóman maga
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brot úr ævi Jimmy Carter – Misheppnuð björgun, sögulegar skammir, lostugar hugsanir, smáatriði og mannúð

Brot úr ævi Jimmy Carter – Misheppnuð björgun, sögulegar skammir, lostugar hugsanir, smáatriði og mannúð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk dregur í land eftir að hann kallaði MAGA-menn „fyrirlitlega fábjána“ en hefur ekki tekist að lægja öldurnar

Musk dregur í land eftir að hann kallaði MAGA-menn „fyrirlitlega fábjána“ en hefur ekki tekist að lægja öldurnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Jólaboðið óhugnanlega – Eitraði fyrir fjölskyldu sinn og varð nokkrum að bana

Jólaboðið óhugnanlega – Eitraði fyrir fjölskyldu sinn og varð nokkrum að bana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlkurnar áttu sér skelfilegt leyndarmál

Unglingsstúlkurnar áttu sér skelfilegt leyndarmál