fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Fréttir

Arnar boðaður í yfirheyrslu vegna meintrar hatursorðræðu um kynskipti

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 13. júní 2022 20:03

Arnar Sverrisson, sálfræðingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sálfræðingurinn Arnar Sverrisson hefur verið boðaður í yfirheyrslu vegna rannsóknar á meintri hatursorðræðu. Frá þessu greinir Arnar í færslu á Facebook-síðu sinni.

„Ég fékk óvænta hringingu frá lögreglunni í morgun. Prúður og hálfvandræðalegur lögreglumaður tjáði mér, að ég væri boðaður í viðtal vegna hatursorðræðu í tveim greinum, sem ég skrifaði í Vísi fyrir tveim árum síðan um kynskipti. Skrifaði reyndar um kynskipti í Morgunblaðið einnig, en kærandi minn, Tanja Vigdisdottir, virðist ekki hafa séð hatursorðræðu í henni. Það fylgdi sögunni, að lögreglan hefði í fyrstu hafnað rannsókn á kæruefninu, en Ríkislögreglustjóri nú fyrirskipað, að rannsókn skyldi fara fram. Því er ég boðaður í yfirheyrslu,“ skrifar Arnar.

Eins og DV greindi frá á sínu tíma reis upp hávær mótmælaalda vegna greinar sem Arnar skrifaði og birtist á Vísi þann 11. ágúst 2020 undir fyrirsögninni: „Kynröskun stúlkna. Hin nýja „móðursýki“. Trans Ísland, stuðnings- og baráttusamtök fyrir trans fólk á Íslandi, gaf út yfirlýsingu þess efnis að greinin væri uppfull af rangfærslum, fordómum og vanþekkingu og það jaðraði við að um hatursorðræðu væri að ræða.

Þá gaf Trans-treymi Landspítalans einnig út yfirlýsingu vegna málsins þar sem grein Arnars var fordæmd.

Í færslu Arnars er því haldið fram að kærandi í málinu sé Tanja Vigdísardóttir. Hún skrifaði andsvar við grein Arnars þar sem hún sagðist ekki geta fyrirgefið honum „látalætin, blammeringarnar og hatrið sem þú ert að ausa yfir fólk.“ Þeirri grein svaraði Arnar svo nokkrum dögum síðar. Þar vísaði hann gagnrýninni til föðurhúsanna og sagði gagnrýnendur sína kjósa að upphefja sjálfa sig með því að lítilsvirða sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Musk er í miklum mótvindi

Musk er í miklum mótvindi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Rússar segjast vera að hjálpa særðum hermönnum sínum – En tilgangurinn er skelfilegur

Rússar segjast vera að hjálpa særðum hermönnum sínum – En tilgangurinn er skelfilegur
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi